Bóka gistingu

29.04.2016

Hótel Reykjavík Centrum í Vakann

Á myndinni má sjá Agnar Diego, hótelstjóra á Hótel Reykjavík Centrum, taka á móti viðurkenningunni ásamt öðrum hótelstjórum innan raða Íslandshótela

Hótel Reykjavík Centrum hefur hlotið stjörnuflokkun Vakans ásamt 5 öðrum hótelum innan raða Íslandshótela. hótelið hlaut einnig BRONS umhverfismerki en í stjörnuflokkuninni hlaut hótelið 4 stjörnur. Viðurkenningin var veitt við hátíðlega athöfn á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 26. april. Gestir hlýddu á skemmtileg og fróðleg erindi og boðið var upp á ljúffengar veitingar af matseðli Grand Restaurant sem og sýnishorn af lífrænt vottuðum morgunverði Grand Hótels. 

Vakinn er sérhannað gæða- og umhverfiskerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu, byggt á erlendri fyrirmynd. Meginmarkmið Vakans er að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund í ferðaþjónustu með handleiðslu og stuðningi, jafnframt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð innan greinarinnar. Hótel Reykjavík Centrum er afar stolt af að hafa farið í þessa ítarlegu vinnu og fyrir að hafa náð svo glæsilegum árangri á sviði gæða og umhverfismála.