Bóka gistingu

08.02.2015

Fundir í notalegu umhverfi

Vantar þig stað fyrir viðskiptafund í skemmtilegu og hvetjandi umhverfi?

Við bjóðum upp á skemmtilega og notalega fundar og ráðstefnuaðstöðu sem hentar vel fyrir ýmis konar tilefni eins og t.d. viðtöl, þjálfun söluhópa og fyrirtækjafundi. Fundaraðstaðan er til fyrirmyndar og tekur að hámarki 50 manns í sæti. Allur nauðsynlegur tækjabúnaður til funda og ráðstefnuhalds er af bestu gerð.

Ráðstefnu- og fundarsalir á Hótel Reykjavík Centrum

Á hótelinu eru tveir ráðstefnusalir; annar sem tekur allt að 18 manns í sæti og hinn salinn má stilla upp eftir tilefni og getur hann tekið við allt að 50 manns í sæti.

Forsetastofa
Gamaldags fundarherbergi með stóru eikarlangborði og 18 góðum sætum. Tækjabúnaður af bestu gerð. Tengingar til staðar í borðinu fyrir plasmaskjá og tölvur. Staðlaður búnaður til staðar er flettitafla, blað og pennar.

Fógetastofa
Lítill ráðstefnusalur sem tekur allt að 50 manns í bíó-uppsetningu og 35 í skólastofu. Staðlaður búnaður í sal er púlt, hljóðkerfi í púlti, fletti- og tússtafla, myndvarpi og hátalarakerfi. 

Nánari upplýsingar hér