Bóka gistingu

Veitingastaðurinn Fjalakötturinn

Veitingastaðurinn Fjalakötturinn er staðsettur í nýbyggðu húsi við Aðalstrætið. Húsið var byggt að fyrirmynd Fjalakattarhússins sögufræga, en þar var fyrsta kvikmyndahúsið á Íslandi opnað árið 1906.

Gestir á Fjalakettinum upplifa alvöru Reykjavíkurstemmingu sem er fullkomnuð með fyrsta flokks þjónustu og matseðli. Eldhúsið á Fjalakettinum er alþjóðlegt þar sem úrvals íslenskt hráefni fær að njóta sín.

Hér er áramótaseðill

Góður matur í einstöku umhverfi

Á Fjalakettinum er lögð áhersla á góðan mat, fagmennsku og gott úrval vína. Staðurinn er þekktur fyrir að vera með árgangavín á góðu verði.

Sunnudaga til fimmtudaga: 18:00 - 22:00

Föstudaga og laugardaga: 18:00 - 23:00

Borðapantanir í síma 514 6060.

 • Fjalakötturinn

  Fjalakötturinn

 • Fagmennskan í fyrirrúmi

  Fagmennskan í fyrirrúmi

 • Fjalakötturinn

  Fjalakötturinn

 • viltu_elda_í_101.dib

  viltu_elda_í_101.dib

 • Fjalakötturinn_Starfsauglysing.jpg

  Fjalakötturinn_Starfsauglysing.jpg

“ONE CANNOT THINK WELL, LOVE WELL, SLEEP WELL, IF ONE HAS NOT DINED WELL.”

Virginia Woolf, A Room of One's Own

Matseðill

Við hlökkum til að taka á móti þér.

Forréttir
Sjávarréttasúpa: Rækjur, hörpuskel og lax 2.290 kr.
Tvíreykt lamb: Bláber, heslihnetur og garðablóðberg 2.090 kr.
Grænt salat: Hunangs-kampavín dressing, agúrkur, pickluð paprika og tómatar 1.890 kr.
Rótargrænmeti: Geitaostur, hunang, rúgbrauð og kryddjurtir 1.890 kr.
Grafin gæsabringa: Humar hollandaise, fennika og döðlur 2.390 kr.
Reyktur lundi: Krækiber, rauðbeða og kryddbrauð 2.290 kr.

Aðalréttir
Lamba prime: Rófur, kartöflur, laukur og lambasoð 4.990 kr.
Nautalundir: Kartöfluterrin, bernaise og kóngasveppur 4.990 kr.
Léttsaltaður þorskhnakki: Byggotto, rauðbeða og sjávartruffla 3.980 kr.
Lax: Gulrætur, fennel og dill sósa 3.980 kr.
Villt önd: Grasker, spergilkál og kantarella 5.150 kr.
Baunabuff: Byggotto, gulrætur, laukur og fennika 3.790 kr.
Eftirréttir
Skyr: Hrært skyr, rjómabland og bláberjasorbet 990 kr.
Lakkrís: Lakkrísmús, súkkulaði og jógúrtís 1.490 kr.
Ís: Ís og sorbet með ávöxtum 1.490 kr.
Súkkulaði tart: Bláber og hvítsúkkulaði sorbet 1.890 kr.
Ostar og með því: Íslenskir ostar, hráskinka og sýrt grænmeti 2.390 kr
Seðlar
Sælkeraseðill: Reyktur lundi, Lax, grafin gæsabringa, lamb og súkkulaði tart 7.990 kr.
Klassískur seðill: Tvíreykt lamb, nautalundir og lakkrís 6.950 kr.
Sjávarréttaveisla: Sjávarréttasúpa, saltfiskur og skyr 5.950 kr.