Bóka gistingu

Veitingastaðurinn Fjalakötturinn

Veitingastaðurinn Fjalakötturinn er staðsettur í nýbyggðu húsi við Aðalstrætið. Húsið var byggt að fyrirmynd Fjalakattarhússins sögufræga, en þar var fyrsta kvikmyndahúsið á Íslandi opnað árið 1906.

Gestir á Fjalakettinum upplifa alvöru Reykjavíkurstemmingu sem er fullkomnuð með fyrsta flokks þjónustu og matseðli. Eldhúsið á Fjalakettinum er alþjóðlegt þar sem úrvals íslenskt hráefni fær að njóta sín.

Jólamatseðlar eru hér fyrir neðan

Smelltu hér fyrir áramótaseðilinn

Góður matur í einstöku umhverfi

Á Fjalakettinum er lögð áhersla á góðan mat, fagmennsku og gott úrval vína. Staðurinn er þekktur fyrir að vera með árgangavín á góðu verði.

Sunnudaga til fimmtudaga: 18:00 - 22:00

Föstudaga og laugardaga: 18:00 - 23:00

Borðapantanir í síma 514 6060.

 • Fjalakötturinn

  Fjalakötturinn

 • Fagmennskan í fyrirrúmi

  Fagmennskan í fyrirrúmi

 • Fjalakötturinn

  Fjalakötturinn

 • viltu_elda_í_101.dib

  viltu_elda_í_101.dib

 • Fjalakötturinn_Starfsauglysing.jpg

  Fjalakötturinn_Starfsauglysing.jpg

“ONE CANNOT THINK WELL, LOVE WELL, SLEEP WELL, IF ONE HAS NOT DINED WELL.”

Virginia Woolf, A Room of One's Own

Jólakattarseðill

Fjalakötturinn verður með jólaseðil alla daga frá 23. nóvember til og með 23. desember.

Verð 9.500 kr.

Forréttur
Humarsúpa með jarðskokkum og humri

Jólaplattinn
Tvíreykt hangikjöt með bláberjum
Grafin bleikja með dill sósu
Djúpsteikt gæsaconfit
Jólasíld
Aðalréttur
Dádýralund: kartöfluterrin, graskersmauk, rauðbeða og plómusósu
Eða
Léttsaltaður þorskhnakki: bygg, rauðbeða og sjávartruffla

Eftirréttir
Súkkulaðikaka og ris a la mande með heitri karamellusósu og kirsuberjaís

Jólamatseðill

Alla daga frá 23. nóvember til 23. desember.

Forréttir
Humarsúpa: með jarðskokkum og humri 2.090 kr.
Tvíreykt lamb: Bláber, heslihnetur og garðablóðberg 2.090 kr.
Grænt salat: Hunangs-kampavínsdressing, agúrkur, pickluð papríka og tómatar 1.890 kr.
Rótargrænmeti: Geitaostur, hunan, rúgbrauð og kryddjurtir 1.890 kr. 
Reyktur lundi: Krækiber, rauðbeða og kryddbrauð 2.290 kr.

Aðalréttir
Léttsaltaður þorskhnakki: Byggotto, rauðbeða og þangskegg 3.890 kr.
Lax: Gulrætur, fennel og dill sósa 3.980 kr.
Gæs á tvo vegu: Humar hollandaise, fennika og döðlur 5.290 kr.
Lamb prime: Rófur, kartöflumús, laukur og lambasoð 4.990 kr.
Dádýralund: Kartöfluterrin, graskersmauk, rauðbeða og plómusósa 5.490 kr.

Eftirréttir
Súkkulaðikaka: Með berjum og vanilluís 1.890 kr.
Ros a la mande: Með volgri karamellusósu og kirsuberjasorbet 1.490 kr.