Bóka gistingu

Veitingastaðurinn Fjalakötturinn

Veitingastaðurinn Fjalakötturinn er staðsettur í nýbyggðu húsi við Aðalstrætið. Húsið var byggt að fyrirmynd Fjalakattarhússins sögufræga, en þar var fyrsta kvikmyndahúsið á Íslandi opnað árið 1906.

Gestir á Fjalakettinum upplifa alvöru Reykjavíkurstemmingu sem er fullkomnuð með fyrsta flokks þjónustu og matseðli. Eldhúsið á Fjalakettinum er alþjóðlegt þar sem úrvals íslenskt hráefni fær að njóta sín.

Góður matur í einstöku umhverfi

Á Fjalakettinum er lögð áhersla á góðan mat, fagmennsku og gott úrval vína. Staðurinn er þekktur fyrir að vera með árgangavín á góðu verði.

Sunnudaga til fimmtudaga: 18:00 - 22:00

Föstudaga og laugardaga: 18:00 - 23:00

Borðapantanir í síma 514 6060.

 • Fjalakötturinn

  Fjalakötturinn

 • Fagmennskan í fyrirrúmi

  Fagmennskan í fyrirrúmi

 • Fjalakötturinn

  Fjalakötturinn

 • viltu_elda_í_101.dib

  viltu_elda_í_101.dib

 • Fjalakötturinn_Starfsauglysing.jpg

  Fjalakötturinn_Starfsauglysing.jpg

“ONE CANNOT THINK WELL, LOVE WELL, SLEEP WELL, IF ONE HAS NOT DINED WELL.”

Virginia Woolf, A Room of One's Own

Matseðill

Við hlökkum til að taka á móti þér.

Forréttir
Sjávarréttasúpa: Humar, hörpuskel og urriði 2.290 kr.
Tvíreykt lamb: Bláber, heslihnetur og garðablóðberg 2.090 kr.
Grænt salat: Hunangs-mango dressing, agúrkur, pickluð paprika og tómatar 1.890 kr.
Perur og geitaostur: Hunang og valhnetur 1.890 kr.
Humar og horpuskel: Steinseljurót, laukur og kryddjurtir 2.690 kr.
Rauðbeðumarineraður lax: Kotasæla, agúrka, perlulaukur og piparrót 2.290 kr.
Aðalréttir
Lamb: Rófur, kartöflur, laukur og lambasoðgljái 4.990 kr.
Nautalundur: Kartöfluterrin, sveppir og laukur 4.990 kr.
Saltfiskur: Hvítlaukskartöflumús, rófur og sýrður laukur 3.890 kr.
Sjóurriði: Grænar ertur, fennel og dill sósa 3.980 kr.
Bjórsoðinn kræklingur: Salat 2.890 kr.
Rauðspretta í brauði: Hvítlaukskartöflumús, capers og brennt smjör 3.890 kr.
Eftirréttir
Skyr: Hrært skyr, rjómabland og bláberjakrapís 990 kr.
Lakkrís: Lakkrísmús, mjólkursúkkulaði og jógúrtís 1.690 kr.
Ís: Ís og krapís með ávöxtum 1.490 kr.
Epli: Eplakaka og vanilluís 1.690 kr.
Karamella: Karamellumús og rabbabarasorbet 1.690 kr
Sælkeraseðill
Sælkeraseðill: Fimm rétta matseðill að hætta matreiðslumeistara Fjalakattarins 7.990 kr.
Lambaveisla: Tvíreykt lamb, lambaprime og karamella í eftirrétt 6.950 kr.
Sjávarréttaveisla: Sjávarréttasúpa, saltfiskur og skyr 5.950 kr.