Bóka gistingu

Þar sem allt iðar af menningu, lífi og fjöri

Hótel Reykjavík Centrum er í hjarta borgarinnar, við eina elstu götuna í gamla miðbænum. Hótelið er byggt á gömlum grunni — í bókstaflegri merkingu — enda er það staðsett í nýuppgerðri byggingu við Aðalstræti 16, en elsti hluti hússins var byggður árið 1764. Beggja megin við hótelið og fyrir aftan það eru nýbyggingar sem gerðar eru eftir sögufrægum reykvískum húsum, Fjalakettinum og Uppsölum.